YFIR 30 ÁRA REYNSLA AF FISKELDI, LÍFTÆKNI OG NÝSKÖPUN

LESA MEIRA

Þjónusta

nýsköpun

Mat á viðskiptaáætlunum sem byggja á tækniþróun á lífvísindasviði.

STefnumótun

Ráðgjöf við stofnun og uppbyggingu sprotafyrirtækja á lífvísindasviði.

Rekstur

Ráðgjöf til fyrirtækja í fiskeldi, bæði við rekstur og stefnumótun auk tækni.

Um ráÐgjafann

Ráðgjöf Silfurgen byggir á yfir 30 ára reynslu Júlíusar Kristinssonar í rannsóknum, nýsköpun og almennum rekstri fyrirtækja í fiskeldi og líftækni. Júlíus lauk doktorsgráðu við líffræðideild University of New Brunsvick, Kanada árið 1984 þar sem hann vann að rannsóknum á lífeðlisfræði laxa. Í beinu framhaldi af náminu starfaði hann í áratug sem framkvæmdastjóri Silfurlax við umfangsmikið eldi á laxaseiðum og hafbeit á Atlantshafslaxi, ásamt vinnslu og sölu á erlendum mörkuðum á sjö starfsstöðum á Suður- og Vesturlandi. Innann vébanda Silfurlax stýrði Júlíus upphafi og uppbyggingu á kynbótum á Atlantshafslaxi og þróaði tækni til að stýra tímasetningu hrygningar laxins. Kynbótastarfsemin og framleiðsla lifandi hrogna var flutt árið 1991 yfir í Stofnfisk hf. sem enn í dag er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir og selur lifandi kynbætt hrogn í hverri einustu viku ársins. Á árunum 1998 - 2000 starfaði Júlíus sem rannsóknastjóri Rannsóknastofnunar Landbúnaðarins, sem nú er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Árið 2001 stofnaði hann ORF Líftækni hf. og starfar í dag sem fjármála- og starfsmannastjóri þess. Dótturfélag ORF Líftækni, Bioeffect ehf.,framleiðir húðvörur, sem innihalda lífvirk protein, undir samnefndu vörumerki og markaðssetur í 30 löndum víðsvegar um heiminn. Júlíus hefur á starfsferli sínum tekið þátt í margvíslegri atvinnutengdri félagsstarfsemi og m.a. setið í stjórnum eftirfarandi félagasamtaka: Landsamband Fiskeldis- og Hafbeitarstöðva (LFH), Samtök Sprotafyrirtækja (SSP) og Skelrækt.

Hafðu samband

Thank you! Your submission has been received.
Oops! Something went wrong while submitting the form.